Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Lífið fyrir orðan

27. september 2014 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli

Ríkrastjórn

Þankar dagsins:

Auk þess legg ég til að lagt verði niður orðið ríkisstjórn og í staðinn tekið upp ríkrastjórn.

—-

Tónlist dagsins:

Music in Dreamland með Be-Bop Deluxe.

(Það er unun á að hlýða hinn frábæra og melódíska og ljóðræna gítarleik Bill Nelson, auk þess sem hann er frábærlega kontrapúntal. Svo er þetta bara svo skemmtilegt lag. Og sérhvert lag með BBD er kennslustund í gítarleik.)

11. september 2014 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli

Meira um Mr. Big (UK)

Tónlist dagsins: Zambia með Mr. Big

(Aðdáun mín á bresku sveitinni Mr. Big, sem var upp á sitt besta 1975-78, eykst með hverjum degi. Þetta er kristaltært popp, en svo sérstakt að það fellur hvergi í flokk. Skemmtilegasta tónlist sem ég hef heyrt í mörg ár. Að undanförnu hef ég hlustað helst á plötuna Sweet Silence með þeim, frá árinu 1975. Þetta er ávanabindandi skemmtun. Eins og að blanda saman Sparks, 10CC, Styx, Slade, Sweet, Bebop Deluxe, Queen og Yes og skvetta vænum slumpi af grjóthörðu rokki yfir. Og á þessari plötu nýtur söngvarinn Dicken sín frámunalega vel. Gítarleikur hans er líka einstakur - og minnir stundum á Brian May. Annars er allur tónlistarflutningur hljómsveitarinnar lýtalaus. Prog-rokk, ballöður, leikhústónlist, cockney-slagarar, reggí/backbeat - bara allskonar. Sum lögin eru beinlínis tilraunakennd, minna jafnvel á Deep Purple eða Uriah Heep. Og Dicken getur sungið sig ráman eins og Noddy Holder í Slade. Það var víst pönkið sem drap Mr. Big. Lagið Zambia er annars helst eins og japanskt popplag. Og öll lög þessarar hljómsveitar þróast í aðra átt en maður reiknar með í byrjun; sérhvert popplag verður flókin tónsmíð, sérhvert lag sem byrjar leiðinlega verður skemmtilegt. Þær tvær plötur, sem ég hef heyrt með þessari hljómsveit eru báðar upp á 9 af 10 í einkunn.)

Þankar dagsins:

Why do they call it Rush Hour if nothing moves?

-Robin Williams.

4. september 2014 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli