Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Vinegar Joe

Tónlist dagsins:

Forgive Us með Vinegar Joe.

(Frá þeim tíma þegar Robert Palmer var bráðungur og fríður. Síðan gerðist hann alþjóðleg ofurstjarna og blandaði helst geði við súpermódelin á 9. áratug liðinnar aldar, svipað og Brian Ferry og Duran Duran-liðar – og dó frekar ungur, rúmlega fimmtugur. Vinegar Joe er stórlega vanmetin hljómsveit, starfaði eingöngu 1971-73, gaf út þrjár prýðisgóðar plötur og skartaði – sem var einsdæmi á þeim tíma – tveimur aðalsöngvurum, einum karli og einni konu. Og gellan var ekki í lakari kantinum, sjálf Elkie Brooks, súperflott með súperrödd, eins og Palmer. Í ofangreindu lagi syngur Palmer þó meginrödd og ég fæ gæsahúð af söng hans. Annað lag litlu síðra er Fine Thing. Annars mætti helst lýsa tónlist Vinegar Joe sem honky-tonk hvítu blús-rokki. Og ég kann í reynd betur að meta það í dag en í gamla daga.)


Þankar dagsins:

Breiðið út ást og skilning. Með valdi, ef þörf krefur.
-eignað (vafasamt) Trotskí í bók eftir Lee Child. En þótt þessi tilvitnun finnist hvergi í verkum Trotskís er hún alfarið í anda hugsunar hans.

21. maí 2014 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli