Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Atónal blús

Tónlist dagsins: Svartur köttur og pardus bleik með Atónal blús.

(Í seinni tíð kemur ný tónlist mér æ sjaldnar á óvart. En þessi gerði það. Í gær var ég úti að aka sem endranær og heyrði þetta lag. Staldraði við, var svo heppinn að vera á ljósum, hefði ella ekið út í kant. Atónal blús heyrist mér mögulega vera það efnilegasta og frumlegasta sem komið hefur fram á íslensku tónlistarsenunni um árabil, jafnvel áraraðir. Frábær flutningur, hljómar eins og tónlistarmennirnir séu allir hálærðir og viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Stendur mörgum klössum ofar krúttkynslóðar-indí-músikkinni, sem flestir hafa fengið nóg af. Skemmtilegur þjóðlagablær yfir þessu lagi, brotinn taktur og sérlega flottur gítarleikur. Annað lag, Höfuðsynd, af sömu plötu, er að finna á jútjúbinu, mjög lofandi, en töluvert meira rokkaðra. Skemmtileg notkun á hálftónum þar í laglínunni, gefur henna dálítið austrænan blæ, eins og ef Zeppelin færi að spila indverska tónlist. Eins undarlegt og það kann að hljóma, þá ber þessi hljómsveit nafn með rentu. Textarnir sýnast mér þó mættu vera betri eða innihaldsríkari. En þrátt fyrir það, þá er þessi hljómsveit kannski framtíð íslenskrar tónlistar.)

16. mars 2014 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli