Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Óánægja mín með skattinn

Tónlist dagsins:

Tónverkið Tales from Topographic Oceans með Yes.

(Á sinni tíð, árið 1972, taldi ég Close to the Edge með Yes hápunkt tónlistar og að TFTO tveimur arum síðar hefði verið stórt skref aftur á bak. Ég er enn þeirrar skoðunar, en það breytir því ekki að TFTO er metnaðargjarnt verk með mörg áheyrileg stef, enda 80 mínútur að lengd. Hef ég lagst í að hlusta á það að nýju. Það sem stendur líklega upp úr er frumleikinn í gítarspili Steve Howe, en mér heyrist Dave Longstreth í Dirty Projectors hafa orðið fyrir miklum áhrifum sem birtast helst á hinni stórgóðu Bitte Orca (2009). Auk þess heyrist mér Peter Hammill hafi “fengið lánað” meginstefið af TFTO í lag sitt Leave This House af hinni annars sérstæðu og stórgóðu plötu The Fall of the House of Usher (1991). En, semsagt, Tales from Topographic Oceans er vel þess virði að leggjast yfir hana.)

–—

Þankar dagsins:

Að gefnu tilefni, út frá fréttum síðustu viku, vil ég taka fram að ég á (því miður) ekki eyri af þeim 28,5 milljörðum króna, sem Íslendingar eru sagðir eiga í aflandsfélögum á Tortóla.

Ég vil bæta við að það olli mér ómældum vonbrigðum að vera ekki í hópi 30 hæstu skattgreiðenda við birtingu álagningarskrár ríkisskattstjóra.

1. ágúst 2014 kl. 12:33 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.