Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Hin lesandi stétt

Þankar dagsins:

Fyrir hina ómenntuðu er A bara þrjú strik.

-A.A. Milne.

(Ritað í tilefni af því að frá og með deginum í dag skilgreini ég mig ekki bara sem hluta af láglauna-millistétt, heldur einnig sem hluta af hinni ört útdeyjandi lesandi stétt.)

—–

Tónlist dagsins:

By My Side úr söngleiknum Godspell.

(Fátt hlusta ég meira á þessa dagana. Röddun gerist varla fegurri. Katie Hanley, sem syngur hér aðalröddina, varð ódauðleg í kvikmyndinni, þegar hún söng þetta. Godspell er söngleikur gæddur þeim kosti að þar er ekki eitt einasta veikt eða leiðinlegt lag. Hann var saminn um svipað leyti og Jesus Christ Superstar, af tilviljun voru menn beggja vegna Atlantsála að fast við sama viðfangsefni. Annars minnir Godspell töluvert á Hárið; í kvikmyndaútgáfunnni klæðast “postularnir” hippaklæðum, mála sig eins og trúðar og Jesús er í Súperman-bol. Í kvikmyndaútgáfunni af Godspell er New York í aðalhlutverki og virðist mannlaus lengst af myndarinnar; eitt atriðið er tekið á þaki annars Tvíburaturnsins og hefur því sögulega þýðingu. Kanadamaðurinn Victor Gerber, sem söng Jesús í bíómyndinni, er andlit sem allir þekkja; lék m.a. föður Jennifer Garner í Alias. Í Meet the Fockers er atriði, þar sem Ben Stiller á að fara með borðbæn, kann ekki neitt úr Biblíunni og þylur í staðinn upp frægasta dægurlagatextann úr Godspell, þann sem er síendurtekinn við lagið Day By Day.)

13. apríl 2014 kl. 14:07 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.