Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Labi Siffre

Þankar dagsins:

Samhliða því sem óskir þínir rætast, glatast draumar þínir.

-Höfundur óþekktur.

—–

Tónlist dagsins:

A Little More Line með Labi Siffre.

(Mig minnir að ég hafi áður sett þetta lag inn hér. Þetta var uppáhaldslagið mitt árið 1970, hét þá Give Me Just a Little More Line með hljómsveitinni Moonshine, sem samanstóð af Clodagh Rodgers (sem tók ári síðar þátt í Eurovision með lagið Jack in the Box, sem Svanhildur útlagði á íslensku sem “Þú ert minn súkkulaðiís…”) og Bandaríkjamanninum Kenny Young, sem komst í mikið uppáhald hjá mér nokkrum árum síðar, í kringum 1975, sem lagasmiður og söngvari popphljómsveitarinnar Fox, sem gaf út makalaust góða fyrri plötu og vonda seinni plötu. Platan Night Games, samin og produseruð af Young og flutt af Clodagh, var í miklu uppáhaldi hjá mér um 1970. Og ég hélt alltaf að Kenny Young hefði samið Give Me Just a Little More Line, en komst að hinu sanna nýlega, að Labi Siffre væri höfundurinn. Siffre er annars flinkur og merkilegur breskur blökkumaður, sem hefur verið ófeiminn við gagnrýni á rasisma í textum sínum - mjög pólitískur. Hann mun einnig hafa verið einn af fyrstu samkynhneigðu svörtu tónlistarmönnunum sem kom fram með kynhneigð sína opinberlega á Bretlandseyjum. Annars er hann líklega frægastur fyrir að vera höfundur It Must Be Love, sem Madnesss gerðu frægt hér um árið. Ég held að útgáfa hans af A Little More Line sé nokkrum árum yngri en sú með Moonshine. Siffre hefur fengið töluverða uppreisn æru á undangengnum áratug; Fatboy Slim, Eminem og Kanye West hafa allir samplað búta úr lögum hans inn í tónlist sína.)

9. febrúar 2014 kl. 17:47 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.