Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Núna er stríðið búið

Tónlist dagsins:

Now That the War is Over með Willie Nile.

(Einn af mögnuðustu stríðsádeilusöngvum seinni ára. Innniheldur líklega ein 15 erindi eða svo, oft með hárbeittri ádeilu:

Now that the war is over, Mickey don´t laugh so hard

Now that the war is over, he´s constantly on guard

He saw a village burning up, a little baby charred

Now that the war is over, Mickey don´t laugh so hard

Now that the war is over, Sally don´t have no man

Now that the war is over, he´s buried in Pakistan

He went to war at twenty-four to fight for Uncle Sam,

Now that the war is over, Sally don´t have no man

Now that the war is over, Bobby don´t have no leg

Now that the war is over, he sits on streets to beg

He doesn´t play football any more and drinks beer by the keg

Now that the war is over, Bobby don´t have no leg
–—

Þankar dagsins:

Ef við eyðum ekki styrjöldum munu styrjaldir eyða okkur.

-H.G. Wells

22. desember 2013 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli

Regnið í Chimacum

Tónlist dagsins:

Chimacum Rain með Lindu Perhacs.

(Linda er einn af týndu listamönnunum, sem hafa verið enduruppgötvaðir. Árið 1970 gaf hún út frábæra plötu, sem heitir Parallelograms, en þar sem að platan seldist ekki neitt varð ekkert framhald á ferlinum og Linda starfaði lengstan hluta ævinnar sem klinka hjá tannlækni. Á Paralellograms er hún eins og þverskurður flestra bandarískra söngkvenna sins tíma. Stundum syngur hún eins og Joni Mitchell, stundum eins og Joan Baez, stundum eins og Judy Collins, stundum eins og Laura Nyro. Í hinu gullfallega Chimacum Rain er hún jafn viðkvæm og Janis Ian; í öðru lagi, Delicious, minnir hún á Dory Previn. Þessi plata átti meira skilið en að gleymast.)

—–

Þankar dagsins:

Kjóll þjónar engum tilgangi nema hann blási mönnum í brjóst lönguninni til að afklæða konu honum.

-Francoise Sagan. (Nú eru liðin 38 ár síðan ég las Bonjour Tristesse.)

17. desember 2013 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli

Willie karlinn Nile

Tónlist dagsins:

The Streets of New York með Willie Nile. (Býsna flottur í rólegu lögunum, hann Willie, en líka býsna flatur í þeim rokkaðri.)

—–

Þankar dagsins:

“Ekki er nú öll vitleysan eins”, sagði vinur minn einn í vikunni. ”Á vissum tímapunkti býst ég við að allar konur geti verið möguleg ógn við karla, frá mínum bæjardyrum séð, af því það er engin leið fyrir karlmenn að reikna út hver þeirra gæti logið og hverri er treystandi. Á vissum tímapunkti gæti mögulega hvaða kona sem er ákært mig tilhæfulaust fyrir nauðgun.”

6. desember 2013 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli