Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Ostur og laukur

Tónlit dagsins:

Cheese and Onions með The Rutles.

(Að undanförnu hef ég horft aftur á tvær bestu mockumentary-myndir rokksögunnar. Sú fyrri fjallar um The Rutles og heitir reyndar All You Need is Cash. Hana gerðu Eric Idle og Neil Innes árið 1978 og fjallar hún um eins konar hliðarsjálf Bítlanna, á svipaðan hátt og Life of Brian fjallar um hliðarsjálf Jesú. Innes semur alla hina stórkostlegu tónlist myndarinnar, sem er byggð á hrúgu af bítlastefum, og textarnir og útsetningarnar eru fullkomlega í stíl. Jafnvel er stælt Macigal Mystery Tour og teiknimyndin Yellow Submarine. Innes leikur John Lennon-týpuna Ron Nasty, en Idle leikur Paul McCartney-týpuna Dirk McQuigley. Öll stæling er meistaraleg, en meðal annarra, sem fram koma eru Mick Jagger, George Harrison, Paul Simon, Bianca Jagger, Ron Wood, Michael Palin, Bill Murray og John Belushi. Sjálfur eignaðist ég plötu með tónlist úr myndinni í kringum 1980 og hef spilað mikið síðan. Þegar Bítlarnir gáfu út Anthology í kringum 1995, gáfu The Rutles út Archeology. Um það leyti áttu báðar hljómsveitir sammerkt að hafa misst einn meðlim. Þess má geta að í Rutles-myndinni leika allir leikararnir á hljóðfæri sín nema Eric Idle, þótt hann sé örvhentur að sveifla um McCartney-ískum Höfner bassa. Gæðastöff!)

—–

Ummæli dagsins:

The Rutles eru stærri en Rod.

-Ron Nasty. (Nasty er tilbúni John Lennon-karakterinn úr ofangreindri Rutles-parodíu á Bítlana. Sem kunnugt er olli Lennon miklu írafári í kringum 1967 þegar hann lét svo um mælt: “The Beatles are bigger than Jesus.” Í Rutles-myndinni segir Ron Nasty ofangreind orð við heyrnarskertan blaðamann, sem setur þau á prent sem “The Rutles claim to be bigger than God” og veldur hneykslan og plötubrennum fyrir misskilning, en Ron Nasty var bara að visa til þess að Rutles væru enn sem komið var vinsælli en Rod Stewart, enda mörg ár í að sá skoskí viskíraddarraulari næði einhverri frægð.)

5. október 2013 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli