Þankar

Enn eitt Blogg.is bloggið

Heitt súkkulaði

Tónlist dagsins:

I´ll Put You Together Again með Hot Chocolate.

(Hot Chocolate var býsna merkileg hljómsveit á sínum tíma og í töluverðu uppáhaldi hjá mér, einkum fyrir lögin Brother Louie og Emma, hvoru tveggja frábærar lagasmíðar með hugvekjandi textum og hugvitssömum útsetningum. Hot Chocolate var ekki síst merkileg vegna þess að hljómsveitin var blönduð hvítum og svörtum, og laut forystu blökkumannsins, lagasmiðsins og söngvarans Errol Brown. Ég held að eingöngu The Equals (Baby Come Back o.fl.) hafi verið hliðstæð hljómsveit fyrri til en Hot Chocolate. Seinna átti hljómsveitin, með Brown við stýrið, eftir að sökkva býsna djúpt í diskó-fenið með lögum eins og You Sexy Thing og Disco Queen, og þá hætti ég að fylgjast með þeim. Ofangreint lag, I´ll Put You Together Again, rambaði ég á af tilviljun, þegar ég var eitthvað að hræra í iPod-inum mínum. Tónsmíðin og útsetningin framan af minna helst á þann erki-Englending Clifford T. Ward, nema hvað rödddin er hin karkakteristíska Errol Brown-rödd, og svo kemur frábær gospel-millikafli, en með strengjaundirleik (!), sem ég held að sé næsta sjaldgæft í gospeli).

—–

Þankar dagsins:

Ef Botticelli væri á lífi í dag, þá væri hann að vinna hjá tískutímaritinu Vogue.

-Peter Ustinov.

1. september 2013 | helgi | Óflokkað | Engin ummæli